16.6.2008 | 14:06
látið nú greyið dýrið í friði!!!!!! Deyfilyf!!
enga sýndarmennsku núna... deyfið frekar dýrið og senda það heim!!
Grunur um annan ísbjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ísak Þór Ragnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
afhverju? dýrið þarf eflaust að fara í gegnum meiri þjáningar að láta deyfa það aftur og aftur og flytja það burt! og ég vil helst að skattpeningarnir mínir fari í eitthvað annað, nema þú bjóðist til að borga það.
aslaug (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:11
Er ekki ráð að skjóta hann á morgun víst það er nú þjóðhátíð og svona
Sibbi (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:15
Það er rétt að reyna að bjarga dýrinu en það verður fyrst og fremst að tryggja öryggi fólks á svæðinu.
Það getur verið fólk í gönguferð um Skaga. Ekki gaman að reka nefið út úr tjaldinu í ginið á bangsa. Þú hleypur heldur ekkert frá honum ef hann finnur lyktina af þér. Þeir geta hlaupið á 60-70km hraða og kunna líka að læðast.
Ég er hræddur um að það verði að fella þetta dýr líka. Mannfólkið hlýtur að ganga fyrir.
Ingólfur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:17
Skjóta þetta.
Nema þú viljir borga allan kostnað við flutninginn úr eigin vasa því ekki vil ég að peningurinn minn fari í eitthvað svoleiðis rugl.
Benedikt (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:17
Hvaða firring er þetta, er betra að bíða þar til hann drepur einhvern ? Á Svalbarða er fólki bannað að fara út úr þorpinu byssulaust. Á austurströnd Grænland fór ísbjörn nýlega í heimsókn til 4 manna fjölskyldu og hafði hana í kvöldmat. Villidýrið ætti að skjóta um leið og hann kemst í færi.
Guðjón (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:20
Betra að eyða skattpeningum í að halda lífi í friðuðu dýri en í margt annað sem eytt er í nú þegar... greyið dýrið kaus ekki að koma hingað til lands, óþarfi að hegna því fyrir það.
Anna (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:22
Eru íslendingar virkilega orðnir svona (afsakið orða valið) þroskaheftir. Þetta er dýr í útrýminga hættu. Auðvitað á að reyna að bjarga því og koma því til sinna heimahaga.
Áður en þið farið að hneykslast yfir þessu hjá mér þá er ég alveg sammála þeim sem segja að mannfólk verði að ganga fyrir. En það þýðir ekki að það þurfi að skjóta dýrið "um leið og hann kemst í færi" eins og Guðjón hérna sagði. Ef skotið er upp í loftið þá hleypur bangsi litli um leið i hina áttina. Það er enginn vandi að vernda bæði fólk og dýrið.
Hneysklaður Íslendingur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:26
Auðvitað á að skjóta dýrið, og það strax.
En bara svo að fólk læri af reynslunni(sem stundum þarf alltof oft að gerast), þá ætla ég að vona að reynt verði að bjarga dýrinu. Svo að fólk fatti af hverju það er tilgangslaust að reyna að bjarga því.
Ekki það að það þurfi mikið að bjarga þessum dýrum, efast ekki að ísbirnir gætu lifað góðu lífi hér á landi. Ætli þessi björn sé líka "einmanna" eins og sá fyrri. Ótrúlegar yfirlýsingar frá sumu fólki
Finnur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:32
Væri líka ekkert mál að fórna kind eða eitthvað fyrir bangsa til að halda honum kyrrum fyrir...
Anna (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 14:32
Hann verður skotinn, ég efast um að það sé búið að fullgera þessa áætlun um að fanga dýrið og færa það einhvert. Það er eitt að skjóta í það deyfilyfi og annað að flytja það.
Var ekki einhver sem sagði að það myndi kosta 35Milljónir að fanga dýrið og flytja það burtu, persónulega vill ég ekki að mínir skattpeningar fari í eitthvað svona rugl.
Hann er <300 metra frá íbúðarhúsi, og verður fljótt leiður á eggjum, Drepa þetta helvíti og hætta að gera svona mikið mál úr þessu.
Og Ísbirnir eru EKKI í útrýmingarhættu einsog svo margir eru að væla yfir.
Jóhannes H (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:11
beint til "Hneysklaður Íslendingur":
og þegar skotið er að dýrinu og það hleypur í burtu er þá vandamálið leyst? helduru virkilega að skagfirðingar eða aðrir vilji hafa ísbjörn hérna einhversstaðar á vappi?
Og vertu ekki að segja að íslendingar séu þroskaheftir þegar þú þorir ekki að koma undir nafni! Endilega komið með einhverja betri lausn heldur en að skjóta dýrið! Það er svoo auðvelt að stinga upp á því að deyfa dýrið og flytja það aftur heim, en hvernig í fjandanum ætlið þið að framkvæma það??
aslaug (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 15:19
Hmm, það er nú ekki mikið mál að flytja eitt bjarndýr. Þessi dýr eru ekki jafn "grimm" og sumir vilja halda fram. Ef þau eru soltin, þá jú, eru þau svöng, og éta væntanlega flesta þá auðveldu bráð sem verður á vegi þeirra.
Í grænlandi og á Svalbarða hefur fólk komist ágætlega af án þess að vera í því að slátra hvítabjörnum hvað eftir annað. Mætti ýmislegt læra af þeim.
Varðandi flutning á dýrinu þá tel ég nú ekkert stórmál að flytja það, margt erfiðara hefur nú verið leyst, og tel ég víst að þeir sem geta ekki ímyndað sér lausn á því, annsi ókunnuga. Deyfa bjarndýrið og koma því fyrir í búri. Setja um borð í fraktara og sigla til grænlands... Með réttu magni af deyfilyfjum og nægu æti er minnsta mál að halda birninum góðum.
T.d. má nefna að ísbjörninn leit ekki við hundinum sem gelti stanslaust á hann þarna fyrr í dag. Held það veiti ekki af því að fólk kynni sér örlítið hvað það er að tala um áður en það tjáir sig um það.
Ísbirnir eru jú á hraðri leið á listann yfir dýr í útrýmingarhættu, t.d. hafa þeir í Ameríkuhreppi sett hann á listann yfir dýr í útrýmingarhættu. Þar sem norður-íshellan er að breytast sökum "hlýnun" jarðar og verður æ erfiðara og erfiðara fyrir ísbirni að athafna sig.
En svona eitt að lokum, ef kínverjar, sem eru nú ekki beint þekktir fyrir nein vettlingatök, tóku sig til um daginn og fluttu hátt í tylft pandabjarna frá hamfarasvæðum. Ég sé ekki að það sé eitthvað erfiðara að bjarga einum ísbirni þar sem Grænland er í svipaðari fjarlægð frá okkur, og vegalengdirnar á þessum flutningi á pandabjörnunum.
Kkv, Samúel Ú.Þ.
Samúel Úlfur Þór, 16.6.2008 kl. 17:50
Það er enginn áætlun til fyrir því hvernig eigi að flytja svona bangsa úr landi. Ekki á hann að fara í húsdýragarðinn?
Þessir bangsar hafa fjölgað eða fækkað eftir veðurfarsbreytingum en náð að þrauka helvíti lengi miðað við það. Það er ekkert sem við getum gert í því. Það er eðlileg hringrás lífsins að dýrategundir deyi út, af hverju á það að vera okkar hlutverk að breyta því? Það kallast að leika Guð.
Geiri (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:53
http://www.youtube.com/watch?v=Ob_oD1IsYbE
Mæli með að þú kíkir á þetta myndband. Þá sérðu kanski hvers eðlis þeir eru.
Og já, ísbyrnir eru algerlega óútreiknanlegir og eru líklegir til að ráðast á og drepa menn og borða þá ef þeir eru svangir. Þeir geta hlupið á yfir 60km hraða sem er tvöfallt hraðar en hraðskeiðasta manneskja á jarðríki.
Þeir drepa bráð sína með því að bíta hana í hauskúpuna og brjóta hauskúpuna með kjálkaafli einu saman.
Munurinn á því að lenda í Grizzly bear eða brúnum birni og ísbjörni er sú að þeir lemja fólk yfirleitt í klessu og fara svo. Viðureign við hvítabjörn er undantekningarlaust bannvæn.
Það var 12 ára stelpa sem kom að þessum birni. Ef hún hefði verið forvitinn og komið nær en ekki hlaupið í burtu þá er ekki ólíklegt að ísbjörninn hefði rifið hana bókstaflega í tætlur og borðað hana. Hún getur talist heppin að ísbjörnin er búinn að vera gæða sér á eggjum í augnablikinu.
Ísbirnir eru EFSTIR í fæðukeðjuni. Það er ekki eitt einasta dýr á jarðríki sem getur ráðist á og drepið ísbjörn
Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess að manneskja verði rifin í spað áður en fólk sér um hvers konar dýr er að ræða. Kíkið bara á myndbandið og þá sérðu hvað ég meina.
Steinar (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.